Slíta viðræðum um sölu skólaþorps

Skólaþorpið í Dalabyggð. Tilboðsgjafinn náði ekki að fjármagna kaupin.
Skólaþorpið í Dalabyggð. Tilboðsgjafinn náði ekki að fjármagna kaupin. mbl.isSigurður Bogi Sævarsson

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur slitið viðræðum um sölu húseigna og jarða sinna á Laugum í Sælingsdal. Kaupandinn gat ekki fjármagnað umsamið kaupverð með þeim hætti sem sveitarstjórn gat sætt sig við.

Dalabyggð á miklar eignir á Laugum þar sem áður var rekinn grunnskóli. Þar eru skólahús, heimavistir, íþróttahús, sundlaug og fjögur íbúðarhús auk hótelálmu með 20 herbergjum sem eru áföst skólahúsinu. Þá fylgir hluti úr jörðum. Á Laugum hefur verið rekið sumarhótel og ungmennabúðir á vetrum.

Dalabyggð auglýsti eignirnar til sölu og undir lok síðasta árs náðist samkomulag um kaupverð sem var um 460 milljónir kr. Sveinn Pálsson sveitarstjóri segir að heimafólki hafi litist vel á áform tilboðsgjafa um endurbætur og viðbyggingar á Laugum og rekstur heilsárshótels þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert