Birkið gæti lent í hremmingum í sumar

Meira hefur sést af birkikembunni á þessu ári heldur en …
Meira hefur sést af birkikembunni á þessu ári heldur en áður og hún gæti valdið tjóni á birki í sumar. Ódæl en falleg, segir á Pödduvefnum. Ljósmynd/Árni Árna

Pöddulífið kviknaði hressilega í lok síðustu viku, samkvæmt upplýsingum Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings á Náttúrufræðistofnun Íslands.

„Húshumlurnar fljúga nú hver um aðra þvera. Rauðhumlan hefur líka sýnt sig. Þá hef ég aldrei fyrr séð eins mikið af birkikembunni og nú undanfarið, birkið gæti því lent í hremmingum í sumar,“ segir Erling í umfjöllun um pöddulíf vorsins í Morgunblaðinu í dag.

Garðeigendur og aðrir urðu víða varir við bústnar humludrottningar í blíðviðrinu um helgina. Húshumlan nærist á frjókornum og safa úr víðireklum á vorin en færir sig síðan yfir á margar tegundir blómplantna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert