Góða skapið er gulls ígildi

Gull- og silfurverðlaunahafarnir. Frá vinstri á myndinni eru Hinrik Lárusson …
Gull- og silfurverðlaunahafarnir. Frá vinstri á myndinni eru Hinrik Lárusson matreiðslunemi, Axel Árni Herbertsson framreiðslunemi, Sigurður Borgar Ólafsson matreiðslunemi og Steinbjörn Björnsson matreiðslunemi. Ljósmynd/Ólafur Jónsson

Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu fór fram í Hótel- og veitingaskólanum í Kaupmannahöfn um síðastliðna helgi. Þar unnu íslensku framreiðslunemarnir til gullverðlauna og matreiðslunemarnir fengu silfurverðlaun.

Tveir framreiðslunemar og tveir matreiðslunemar, 23 ára og yngri, kepptu frá hverju landi. Keppnin stóð yfir í tvo daga, verkefnin voru fjölbreytt og nemarnir þreyttu fagpróf.

Nemar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð kepptu um titilinn matreiðslu- og framreiðslunemi Norðurlanda. Í framreiðslu fyrir Ísland kepptu Sigurður Borgar Ólafsson, nemi á Radisson SAS Blu, og Axel Árni Herbertsson, nemi hjá Bláa lóninu. Þjálfari var Tinna Óðinsdóttir.

Sjá viðtal við keppendur í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert