Rannsókn á eldsupptökum ekki lokið

Umfangsmikið hreinsunarstarf fór fram í Perlunni í dag eftir að …
Umfangsmikið hreinsunarstarf fór fram í Perlunni í dag eftir að eldur kom upp í einum hitaveitutanki byggingarinnar í gær. mbl.is/Valli

Rannsókn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldinum sem kom upp í Perlunni í Reykjavík er ekki lokið, að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns en hann væntir þess að niðurstöður hennar liggi fyrir á morgun.

Fram hefur komið að eldsupptökin megi líklega rekja til vinnu iðnaðarmanna í Perlunni og í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins kom fram að talið sé að notkun logsuðutækis komi þar við sögu. Jóhann Karl segir þó aðspurður að það liggi ekki fyrir.

Svona var umhorfs í hitaveitutanknum í dag.
Svona var umhorfs í hitaveitutanknum í dag. mbl.is/Valli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert