Yfirvöld firra sig ábyrgð

Jón Pétur Zimsen skólastjóri Réttarholtsskóla.
Jón Pétur Zimsen skólastjóri Réttarholtsskóla. mbl.is/Valgarður Gíslason

Þekkingu hefur verið ýtt til hliðar í bæði menntastefnu Reykjavíkurborgar og aðalnámsskrá grunnskólanna að mati Jóns Péturs Zimsen, skólastjóra Réttarholtsskóla í Reykjavík. Jón Pétur hættir sem skólastjóri í vor eftir tuttugu ára starf í Réttarholtsskóla.

Skeytingarleysi Reykjavíkurborgar í garð skólanna á meðal annars sinn þátt í því að hann tók þá ákvörðun að stíga frá skólamálunum í bili a.m.k., segir Jón Pétur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nú er verið að leggja lokahönd á menntastefnu borgarinnar. Jón Pétur segir vinnu við hana hafa þurft miklu meiri tíma og umræðu þeirra sem hafa þekkingu til og að hún hefði átt að byggjast á gagnreyndum rannsóknum frekar en ábendingum í gegnum Betri Reykjavík.

„Menntastefnan er í raun bara endurómur úr aðalnámskránni sem var aldrei innleidd nema í skötulíki. Þarna hafði borgin gullið tækifæri til að fylla í eyðurnar þar sem skórinn kreppir í námskránni, nemendum til hagsbóta. Því tækifæri var glutrað niður. Sem dæmi um kjarnahugtak í skólastarfi, sem varla er minnst á, hvorki í námsskrá né menntastefnu, er þekking. A.m.k. er engin trygging fyrir að öruggt sé að allir nemendur öðlist ákveðna grunnþekkingu. Án þekkingar er hugsun afar takmörkuð.“

Jón Pétur gagnrýnir hversu lítið eftirlit er með því sem gerist í skólunum og segir yfirvöld hafa afar takmarkaðan áhuga á menntamálum.

„Þau segjast treysta skólunum og firra sig þar með ábyrgðinni á þessum mikilvæga málflokki þar sem 20% nemenda geta ekki lesið sér til gagns, sem skapar mikla ógn við lýðræðið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert