Fékk aðsvif í miðri sýningu

Björn Thors fékk aðsvif í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.
Björn Thors fékk aðsvif í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. mbl.is/Ófeigur

Leiksýningin Fólk, staðir og hlutir var stöðvuð eftir um hálftíma í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi eftir að einn af leikurunum, Björn Thors, fékk skyndilegt aðsvif uppi á sviði.

Að sögn Kristínar Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra var Björn fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Ekkert óeðlilegt kom í ljós við þær og er líðan hans góð í dag. Sýningar munu því halda áfram samkvæmt áætlun.

Úr sýningunni Fólk, staðir og hlutir.
Úr sýningunni Fólk, staðir og hlutir. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Samkvæmt heimildum mbl.is virtist sem Björn myndi ekki textann sinn í senu sem gerist á meðferðarstöð og gekk hann í framhaldinu út af sviðinu. Eftir það var gert hlé á sýningunni og spurt hvort læknar væru í salnum. Í framhaldinu var sýningunni aflýst og gestum bent á að hafa samband við miðasöluna daginn eftir.

Borgarleikhúsið.
Borgarleikhúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristín segir að fjórir læknar hafi verið í salnum og því tókst að bregðast skjótt við veikindum Björns.

„Við reynum að vanda okkur mjög mikið við það hvernig á að bregðast við svona hlutum. Það er ákveðin viðbragðsáætlun sem fer í gang og leikararnir vita að ef eitthvað kemur upp á á að spyrja hvort það sé læknir í salnum,“ greinir hún frá.

Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert