10 þúsund miðar seldir á Guns N'Roses

Slash úr hljómsveitinni Guns N´Roses.
Slash úr hljómsveitinni Guns N´Roses. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir tafir sem urðu á miðasölu á tónleika Guns N´Roses í morgun hefur miðasala farið vel af stað að sögn Björns Teitssonar hjá Solstice Productions. Hann segir að þegar hafi orðið uppselt í tvö hólf í stúku og voru 10 þúsund miðar seldir klukkan 10:40.

Björn segir að mikið álag er á bókunarkerfinu og mun staðfesting í formi tölvupósts um miðakaup tefjast. Hann biður kaupendur um að sýna þolinmæði og að tölvupóstur muni berast, en að það taki smá tíma fyrir kerfið að koma honum frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert