Jógúrtokur í miðborg Reykjavíkur

Mikill verðmunur reyndist vera á óskajógúrt með kaffibragði.
Mikill verðmunur reyndist vera á óskajógúrt með kaffibragði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mjög mikill verðmunur reyndist vera á 180 g dós af Óskajógúrt með kaffibragði frá Mjólkursamsölunni (MS) í smásöluverslunum í miðbæ Reykjavíkur, sem eru með rýmri afgreiðslutíma á kvöldin og um helgar.

Þessu komst svangur en glöggur lesandi Morgunblaðsins að kvöld eitt í sl. viku, sem ætlaði að grípa með sér jógúrt á heimleið úr bænum.

Þar var verslun 10-11 í Austurstræti dýrust, þar sem jógúrtdósin kostaði 259 kr., en þess má þó geta að verslun 10-11 í Austurstræti er opin allan sólarhringinn alla daga.

Í um þriggja mínútna göngufjarlægð er verslunin Kvosin í Aðalstræti sem er opin frá kl. 8-23 alla daga og kostaði sama vara þar 229 kr. Í Ingólfsstræti, sem er í um þriggja mínútna göngufæri frá verslun 10-11 í hina áttina, er svo verslunin Víðir Express sem er opin frá kl. 8-23 alla daga, en þar kostaði jógúrtdósin aðeins 118 kr. og er því um meira en 100% verðmun að ræða í sambærilegum verslunum í stuttu göngufæri.

Fréttin í heild birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert