Sanna leiðir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík

Borgarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí næstkomandi.
Borgarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí næstkomandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sanna Magdalena Mörtudóttir, námsmaður og málsvari fátækra barna, leiðir lista Sósíalistaflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík sem fara fram þann 26. maí næstkomandi. Í öðru sæti er Daníel Örn Arnarson, bílstjóri og stjórnarmaður í Eflingu stéttarfélagi, og í því þriðja er Magdalena Kwiatkowska, afgreiðslukona og stjórnarmaður í Eflingu.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að listinn samanstandi af baráttufólki fyrir hagsmunum láglaunafólks, leigjenda, öryrkja, lífeyrisþega, fátækra og annarra hópa sem haldið hafi verið frá völdum,

„Helsta erindi framboðsins er krafa um að hin verr settu fái komist til valda, að borgin byggi húsnæði þar til húsnæðiskreppan er leyst og að Reykjavíkurborg greiði fólki mannsæmandi laun,“ segir í tilkynningunni.

Hér fyrir neðan má sjá framboðslistann í heild sinni:

  1. Sanna Magdalena Mörtudóttir, námsmaður og málsvari fátækra barna
  2. Daníel Örn Arnarsson, bílstjóri og stjórnarmaður í Eflingu stéttarfélagi
  3. Magdalena Kwiatkowska, afgreiðslukona og stjórnarmaður í Eflingu stéttarfélagi
  4. Hlynur Már Vilhjálmsson, í starfsendurhæfingu og stofnandi Fósturheimilisbarna
  5. Ásta Þórdís Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp á Íslandi, samtaka fólks í fátækt
  6. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags
  7. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður í ISAL
  8. Anna Maria Wojtynska, háskólanemi og lausamanneskja
  9. Laufey Líndal Ólafsdóttir námsmaður
  10. Natalie Gunnarsdóttir, diskótekari
  11. Styrmir Guðlaugsson öryrki
  12. Kristbjörg Eva Andersen Ramos námsmaður
  13. Erna Hlín Einarsdóttir þjónustufulltrúi
  14. Hólmsteinn A. Brekkan, blikkari og framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda
  15. Elsa Björk Harðardóttir, öryrki
  16. Jón Kristinn Cortez, tónlistarkennari og eftirlaunamaður
  17. Ella Esther Routley, dagmamma
  18. Pálína Sjöfn Þórarinsdóttir verkakona
  19. Þórður Alli Aðalbjörnsson, í starfsendurhæfingu
  20. Ósk Dagsdóttir kennari
  21. Herianty Novita Seiler öryrki
  22. Reynir Jónasson, hljóðfæraleikari og eftirlaunamaður
  23. Friðrik Boði Ólafsson, tölvufræðingur og stjórnarmaður í VR
  24. Guðrún Elísabet Bentsdóttir, öryrki
  25. Ynda Gestsson lausamanneskja
  26. Kurt Alan Van Meter, upplýsingafræðingur
  27. Anna Eðvarðsdóttir næturvörður
  28. Luciano Dutra þýðandi
  29. Leifur A. Benediktsson verslunarmaður
  30. Ævar Þór Magnússon lyftaramaður
  31. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir eftirlaunakona
  32. Kremena Polimenova Demireva, öryrki og skúringakona
  33. Kristján Hafsteinsson strætóbílstjóri
  34. Auður Traustadóttir, sjúkraliði og öryrki
  35. Elísabet María Ástvaldsdóttir leikskólakennari
  36. María Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öryrki
  37. Sigrún Unnsteinsdóttir athafnakona
  38. Bogi Reynisson safnvörður
  39. Eggert Lárusson  eftirlaunamaður
  40. Vilhelm G. Kristinsson, eftirlaunamaður og leiðsögumaður
  41. Hildur Oddsdóttir öryrki
  42. Sigríður Kolbrún Guðnadóttir sjúkraliði
  43. Magnús Bjarni Skaftason verkamaður
  44. Guðmundur Erlendsson, eftirlaunamaður og kokkur
  45. Benjamín Julian Plaggenborg stuðningsfulltrúi
  46. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert