Segja ljósmæður virðast vera ríkiseign

Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu.
Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu. mbl.is/Golli

Ljósmæður á fæðingarvakt 23-b og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítala hafa neyðst til að afturkalla fyrri yfirlýsingu sína þess efnis að þær ætluðu ekki að sinna aukavinnu.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem þær sendu frá sér. Er Ljósmæðrafélaginu, sem ekki er sagt tengjast ákvörðun þeirra, sagt hafa „borist bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að „aðgerðir ljósmæðra” eins og það er orðað í bréfinu, sé með öllu óheimil.“

Bendir fjármála-og efnahagsráðneytið ljósmæðrum í bréfi sínu á að þær séu ríkisstarfsmenn og hafi ekki val um hvort að þær vinni yfirvinnu eða ekki. „Þeir vitna þar í lög um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna en þar segir m.a. að ríkisstarfsmanni sé skylt að hlýða löglegum fyrirskipunum um starf sitt. Ljósmæður neyðast því nú að hlýða ríkisvaldinu og afturkalla fyrri yfirlýsingu og gera hana hér með ógilda. Ljósmæður virðast því vera ríkiseign!! Gleðilegan 1.maí!“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert