Ingvar settur ríkisskattstjóri

Skúli Eggert Þórðarson (l.t.v.) hefur látið af starfi ríkisskattstjóra og …
Skúli Eggert Þórðarson (l.t.v.) hefur látið af starfi ríkisskattstjóra og Ingvar J. Rögnvaldsson (3ji frá vinstri) tekinn við. mbl.is/Golli

Ingvar J. Rögnvaldsson hefur verið settur ríkisskattstjóri frá og með 1. maí. Ingvar hefur verið vararíkisskattstjóri frá 1. ágúst 2000.

Ingvar á að baki nær fjögurra áratuga starf innan skattkerfisins. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1977 og stundaði framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla á árunum 1977 til 1979. Hann varð starfsmaður Skattstofu Reykjavíkur 1979 og fór síðar til embættis ríkisskattstjóra.

Skúli Eggert Þórðarson, fráfarandi ríkisskattstjóri, hefur verið kjörinn ríkisendurskoðandi af Alþingi og lét hann af störfum sem ríkisskattstjóri um mánaðamótin, eftir ríflega 11 ár í starfi. Alls á hann að baki 37 ára starfsferil innan skattkerfisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert