Ummælin óskynsamleg

Frá 1. maí hátíðarhöldunum í Reykjavík í gær.
Frá 1. maí hátíðarhöldunum í Reykjavík í gær. mbl.is/​Hari

„Ég trúi ekki öðru en fólk sýni yfirvegun og skynsemi þegar í alvöruna er komið. Að mínu mati eru ummæli formanns VR ekki af þeim toga,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðaði harðar aðgerðir í ávarpi sínu á baráttufundi verkalýðsfélaganna í gær, 1. maí. Kjarasamningar á almenna markaðnum eru lausir um næstu áramót og umræða vegna nýrra samninga er þegar hafin. Vegna þess hafa forsvarsmenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík fundað að undanförnu og teiknað upp samfélagssáttmála þar sem stjórnvöldum og atvinnulífinu verði boðið til þátttöku og sáttargjörðar.

„Við boðum baráttu sem hefur ekki sést í íslenskri verkalýðshreyfingu í áratugi,“ segir Ragnar Þór sem vill, ef ekki semst, að farið verði í skærur, svo sem að senda smærri hópa í verkföll svo lama megi mikilvæga starfsemi. Markmiðið sé að allir geti lifað mannsæmandi lífi fyrir dagvinnulaun og haft öruggt þak yfir höfuðið. Því þurfi, til viðbótar við aðgerðir í kjaramálum, að fara í víðtækar kerfisbreytingar svo sem í húsnæðismálum þar sem setja verði reglur sem verji almenning gegn leigufélögum.

Kaupmáttur aukist mikið

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sagði í ávarpi í Ólafsvík í gær að nú þegar kröfugerð fyrir næstu samninga væri í undirbúningi heyrðust gamalkunn sjónarmið um að hækkun lægstu launa ógnaði stöðugleika og setti verðbólgu á skrið. Annað hefði þó komið á daginn á síðustu árum en nú væru lágmarkslaun að ná 300 þúsund krónum, eins og SGS hefði krafist í kjaraviðræðum fyrir tveimur árum. Þá hefði kaupmátturinn aukist umtalsvert og ekki hækkað jafnmikið í tuttugu ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert