15 stiga hiti í dag

Það er örugglega fínt að skella sér í sund í …
Það er örugglega fínt að skella sér í sund í góða veðrinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er mildu veðri í dag og verður víða 8 til 15 stiga hiti. Hlýjast verður vestan til á landinu. Á morgun snýst aftur á móti í svalari vestlæga átt og útlit fyrir að hún verði ríkjandi í vikunni með rigningu á láglendi.

„Styttir upp norðvestantil með morgninum en gengur í austan 8-15 m/s um sunnanvert landið upp úr hádegi, hvassast sunnan Eyjafjalla og í Öræfum. Þykknar upp og dálítil rigning, einkum vestanlands í kvöld en hægari vindur. Þurrt og bjart á Norðurlandi.

Milt veður í dag, hiti víða 8 til 15 stig að deginum, hlýjast vestantil á landinu.
Snýst í svalari vestlæga átt síðdegis á morgun, en útlit er fyrir að hún verðu ríkjandi í næstu viku, með rigningu á láglendi, einkum vestantil, og hita á bilinu 3 til 9 stig að deginum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspáin fyrir næstu daga

Hæg breytileg átt og dálítil rigning norðvestantil, annars þurrt. 
Vaxandi austan átt, 8-15 m/s á sunnanverðu landinu síðdegis og dálítil rigning, en hægari vindur og bjartviðri norðantil.
Snýst í vestan og suðvestan 8-13 m/s seinnipartinn á morgun og fer að rigna á láglendi, en hægari og áfram bjart norðaustantil. 
Hiti víða 8 til 15 stig að deginum, hlýjast vestanlands en kólnar heldur á morgun.

Á mánudag:

Snýst í vestan og suðvestan 8-13 m/s með deginum, fyrst vestantil. Rigning á láglendi og kólnar heldur en hægari norðan- og austanlands og bjart með köflum. Hiti 5 til 13 stig að deginum, hlýjast á Norðausturlandi. 

Á þriðjudag:
Vestlæg átt 8-15 m/s. , en hægari breytileg átt austantil á landinu. Rigning eða slydda með köflum og snjókoma til fjalla, en úrkomulítið á Vestfjörðum. Hiti 2 til 7 stig. 

Á miðvikudag:
Suðvestan 5-13 og dálítil rigning eða súld, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig að deginum. 

Á fimmtudag:
Suðaustan 10-15 og rigning, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Norðausturlandi. 

Á föstudag:
Sunnan- og suðvestanátt og dálítil væta í flestum landshlutum. Heldur kólnandi veður. 

Á laugardag:
Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu, talsverðri á köflum, en úrkomulítið norðan- og austanlands. Hlýnar í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert