Gæti numið milljörðum

Vænta má þess að kostnaður við undirbúning sveitarfélaganna verði talsvert …
Vænta má þess að kostnaður við undirbúning sveitarfélaganna verði talsvert á þriðja þúsund kr. á hvern Íslending. mbl.is/​Hari

Heimilt verður að leggja á gífurlega háar stjórnvaldssektir samkvæmt frumvarpinu að nýjum lögum um persónuvernd og beiting þeirra myndi sliga sveitarfélög.

Þetta kemur fram á minnisblaði sem lagt var fram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt frumvarpinu, sem felur í sér innleiðingu á Evrópulöggjöf um persónuvernd, getur Persónuvernd lagt á stjórnvaldssektir sem nema allt að 2,4 milljörðum kr. eða 4% af veltu, hvort heldur er hærra. Sveitarfélög fara með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum og á minnisblaðinu segir að álagning ofursekta af þessu tagi eigi sér engin fordæmi gagnvart opinberum aðilum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert