Uppbygging og samskipti á ársfundi

Miðað við fjölmiðla sagði Páll spítalann einungis virðast í vörn.
Miðað við fjölmiðla sagði Páll spítalann einungis virðast í vörn. mbl.is/​Hari

Stórsókn í uppbyggingu Landspítala var aðalumræðuefni ársfundar spítalans sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu í gær. Uppbygging Landspítalaþorps við Hringbraut hefur verið í undirbúningi síðan árið 2010, en nú er fyrsti áfangi þess loks í sjónmáli.

Stefnt er að opnun nýs 66 þúsund fermetra meðferðarkjarna árið 2024 og rannsóknarhús, þar sem umfangsmikil og dreifð þjónusta rannsóknardeilda Landspítalans munu sameinast, fer í fullnaðarhönnun á árinu. Auk þessara tveggja bygginga er í undirbúningi bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús, auk viðbyggingar við Læknagarð.

Meðal hefðbundinna ársfundarstarfa voru ávarp heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítalans. Í máli sínu lagði Svandís Svavarsdóttir áherslu á mikilvægi þess að skilgreina hlutverk einstakra þátta heilbrigðisþjónustunnar og samstarf þeirra á milli og sagði Landspítalann mikilvæga þungamiðju og móðurskip heilbrigðisþjónustunnar í heild.

Páll Matthíasson forstjóri sagði Landspítalann aldrei hafa verið öflugri þrátt fyrir skin og skúrir í starfinu, og sagði yfirskrift ársfundarins, Landspítali í vörn og sókn, eiga vel við daglega starfsemi spítalans.

Í kjölfar kynningar ársreiknings kynnti Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, nýjan samskiptasáttmála Landspítalans. Hann sagði tugmilljónir samskipta fara fram á spítalanum á ári á milli starfsfólks, sjúklinga og aðstandenda sem saman mynduðu þverskurð úr þjóðfélaginu. Vegna þessa hefðu mál sem uppi væru í þjóðfélaginu á hverjum tíma einnig áhrif innan spítalans. „Af slíkum málum hefur borið einna hæst gjörsamlega óásættanleg og óþolandi hegðun miðaldra karlmanna.“

Hann sagði fagnaðarefni að #MeToo hefði varpað ljósi á þetta vandamál og sagði mátulegt að í púlti stæði miðaldra karlmaður til þess að ræða hvaða umbætur væri verið að fara í.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert