Dyraverðir kunni galdurinn

Veitingageirinn er áhugaverður, segir Guðrún Veronika, hér við dyr Íslenska …
Veitingageirinn er áhugaverður, segir Guðrún Veronika, hér við dyr Íslenska barsins í Ingólfsstræti. mbl.is/Valgarður Gíslason

„Ég get staðið öruggari í dyrunum en áður eftir að hafa sótt þetta mikilvæga námskeið. Dyravörður á skemmtistöðum þarf að hafa góða nærveru og nálgast fólk af yfirvegun. Stundum kemur upp núningur meðal fólks en sjaldan eru mál svo alvarleg að þau megi ekki leysa með lempni. Þú átt aldrei að þurfa að fara með afli í gestina.“

Þannig mælir Guðrún Veronika Þorvaldsdóttir, veitingamaður á Íslenska barnum við Ingólfsstræti í Reykjavík, í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Nýlega stóð Mímir – símenntun, í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, fyrir námskeiði sem ætlað er dyravörðum skemmtistaða. Þess er nú krafist að þeir sem í gættinni standa á öldurhúsunum eða taka næturvaktir á hótelum afli sér menntunar, enda er að mörgu að hyggja í þessu starfi. Réttindin sem námskeiðið gefur eru til þriggja ára og endurnýjast að þeim tíma liðnum standist fólk allar kröfur. Alls útskrifuðust 32 eftir námskeið síðustu viku, en annað hefst í dag, 22. maí, og lýkur því 31. maí næstkomandi.

Sjá samtal við Guðrúnu Veroniku í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert