Lögreglumaður dæmdur í 30 daga fangelsi

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hjörtur

Landsréttur mildaði í dag refsingu lögreglumanns, sem héraðsdómur hafði dæmt í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi, um helming og lét 30 daga nægja. Refsingin er skilorðsbundin til tveggja ára.

Við ákvörðun refsingar fyrir Landsrétti var litið til þess að ákærði hafi frá upphafi játað brot sitt, unnið að því að varðveita myndbandsupptöku af atvikinu og að hann hafi greitt brotaþola fullar bætur.

Að hálfu ákæruvaldsins fyrir Landsrétti var þessi krafist að refsing lögreglumannsins yrði þyngd en ákærði krafðist aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. 

Lögreglumaðurinn játaði bæði í héraðsdómi og fyrir Landsrétti að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja brotaþola úr fangageymslu og fyrir dómara. 

Dómurinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert