Malbiksframkvæmdir á Miklubraut í dag     

Malbikunarframkvæmdir verða í gangi á Miklubraut í dag.
Malbikunarframkvæmdir verða í gangi á Miklubraut í dag. mbl.is/Golli

Í dag verður 120 metra langur kafli á Miklubraut við gagnamót Kringlumýrarbrautar malbikaður. Um er að ræða ystu akreinina áður en komið er að gatnamótum Kringlumýrarbrautar og verður gatan þrengd í eina akrein á meðan framkvæmdir standa yfir. Er áformað að malbikunin standi yfir frá klukkan 16:00 til 22:00 í kvöld.

Þá er stefnt að því að malbika innstu akrein á Miklubraut frá brúnni yfir Skeiðarvog að brúnni yfir Reykjanesbraut. Þrengt verður um tvær akreinar á meðan malbikuninni stendur. Búast má við lítilsháttar töfum frá 09:00 til 15:00.

Þá verður beygjuakrein frá Miklubraut yfir á Kringlumýrarbraut einnig fræst og malbikuð í dag og búast má við lítilsháttar umferðartöfum vegna þess á milli 09:00 til 12:00 og svo aftur frá 15:00 til 19:00.

Þá verða malbiksviðgerðir í gangi í dag hjá Ánanaustum seinni partinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert