Besta veðrið fyrir austan

Veðrið á hádegi.
Veðrið á hádegi. Veðurstofa Íslands

Fremur hæg suðlæg átt í dag, skýjað og sums staðar lítils háttar súld um suðvestan- og vestanvert landið en bjart að mestu á Norðurlandi.

Víða þokuloft austan til á landinu en birtir til þegar líður á morguninn. Áfram verða þokubakkar við sjóinn. Heldur ákveðnari vindur í nótt og á morgun og rigning með köflum um landið vestanvert en þykknar upp um landið austanvert. Áfram hlýtt í veðri norðan- og austanlands, en svalara í öðrum landshlutum.

Dálítil lægð fer norðaustur yfir land á sunnudag og mánudag og má þá búast við vætu í flestum landshlutum og hlýja loftið sem hefur verið yfir landinu þokast austur á bóginn og kólnar heldur í veðri, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Suðlæg átt 5-8 m/s. Dálítil súld með köflum suðvestan- og vestanlands, annars bjart með köflum, en þokubakkar við sjávarsíðuna. Suðaustan 5-10 í nótt og á morgun og rigning með köflum um landið vestanvert, en þykkar upp fyrir austan. Hiti 8 til 20 stig að deginum, hlýjast í innsveitum norðaustanlands.

Á laugardag:
Sunnan 5-10 og rigning eða súld um landið vestanvert, en þurrt að mestu suðaustan til og hiti 8 til 14 stig. Skýjað með köflum um landið norðaustanvert og hiti að 20 stigum. 

Á sunnudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og dálítil væta sunnan og vestan til, en skýjað og víða síðdegisskúrir um landið norðaustanvert. Kólnar lítið eitt. 

Á mánudag og þriðjudag:
Breytileg átt 3-8. Skýjað og skúrir á stöku stað og hiti 6 til 13 stig, en yfirleitt þurrt sunnan til og heldur hlýrra. 

Á miðvikudag:
Austlæg átt, skýjað að mestu og stöku skúrir. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands. 

Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt. Dálítil væta austan til á landinu, en skýjað með köflum og úrkomulítið vestan til. Hiti breytist lítið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert