Hjón vinna tímamótamál í Svíþjóð

Inga Ósk Pétursdóttir og Kristrún Stefánsdóttir með dóttur sinni sem …
Inga Ósk Pétursdóttir og Kristrún Stefánsdóttir með dóttur sinni sem er að verða sex ára í haust. mbl/Arnþór Birkisson

Kristrún Stefánsdóttir vann fyrir sænskum dómstólum réttinn til að skrá sig sem foreldri dóttur sinnar og Ingu Óskar Pétursdóttur í Svíþjóð á dögunum.

Inga Ósk fæddi dóttur þeirra haustið 2012 eftir að þær leituðu til Art Medica. Fjölskyldan fluttist síðar til Svíþjóðar en við komuna í landið var ekki hægt að skrá Kristrúnu sem foreldri dótturinnar hjá þjóðskrá Svíþjóðar.

Þær eru allar þrjár íslenskir ríkisborgarar og kom svarið þeim í opna skjöldu og taldi fjölskyldan sér vera mismunað. Hjónin hafa nú sigrað sænsku þjóðskrána á tveimur dómstigum en málið, sem er mögulega fordæmisgefandi, hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og hafa samtök samkynhneigðra þar í landi m.a. boðið þeim lögfræðiaðstoð, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert