Veiðigjöld líklega óbreytt

Formaður atvinnuveganefndar bar upp tillögu um óbreytt veiðigjöld.
Formaður atvinnuveganefndar bar upp tillögu um óbreytt veiðigjöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Veiðigjöld verða óbreytt fram að áramótum samkvæmt tillögu sem Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar — græns framboðs og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, bar upp á Alþingi í dag.

Frumvarpið sem kveður á um áframhaldandi óbreytta gjaldtöku var samþykkt mótatkvæðalaust og tók engin til máls við fyrstu umræðu, en samkomulag um veiðigjöld hefur verið hluti af samkomulagi um þinglok. Málið er nú sent aftur til nefndar og til annarar umræðu, tímasetning hennar liggur ekki fyrir.

Upphafleg tillaga meirihluta atvinnuveganefndar um að framlengja heimildir til gjaldtöku og að gjaldið yrði lækkað hefur verið þrætuepli á Alþingi síðustu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert