Starfshópur um tollkvóta skipaður

Aukinn markaðsaðgangur fyrir skyr í Evrópusambandinu er meðal þess sem …
Aukinn markaðsaðgangur fyrir skyr í Evrópusambandinu er meðal þess sem fylgir tollasamningnum. Þetta skyr er í finnskri verslun. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað fimm manna starfshóp um endurskoðun á regluverki um úthlutun tollkvóta. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að tilefni þess sé tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins sem tók gildi 1. maí en samkvæmt þeim aukast tollkvótar til muna, einkum á kjöti og ostum.

Starfshópinn skipa
Óli Björn Kárason alþingismaður
Arnar Freyr Einarsson, hagfræðingur í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökunum
Tryggvi Másson, sérfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert