Hrafnhildur áfram framkvæmdastjóri LÍN

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN.
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. mbl.is/Golli

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir hefur verið endurskipuð í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. 

Lilja Al­freðsdótt­ir mennta­málaráðherra skipaði í mars verk­efna­stjórn um end­ur­skoðun á lög­um um LÍN. Formaður stjórn­ar­inn­ar er Gunn­ar Ólaf­ur Har­alds­son, hag­fræðing­ur og fyrr­verandi for­stöðumaður Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands. Búast má við upplýsingum um fyrstu áform verkefnastjórnarinnar nú í sumar. 

Meðal álita­efna sem verk­efna­stjórn­in mun taka til skoðunar eru hvers kon­ar nám skuli vera láns­hæft, hvernig vöxt­um og end­ur­greiðslu skuli háttað hjá sjóðnum og fjár­mögn­un hans.

Lánþegar Lánasjóðs íslenskra námsmanna eru um 7.000 talsins en meginhlutverk sjóðsins er að tryggja þeim sem falla undir lög hans tækifæri til náms án tillits til efnahags. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert