Sigurður áfram í farbanni

Sigurður Kristinsson var úrskurðaður í áframhaldandi farbann á föstudag.
Sigurður Kristinsson var úrskurðaður í áframhaldandi farbann á föstudag. mbl.is/Hari

Sigurður Kristinsson var á föstudag úrskurðaður í áframhaldandi farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem snýr að innflutningi á amfetamíni til landsins.

Farbannið er til fjögurra vikna og gildir til 13. júlí.

Farbannsúrskurðinum var áfrýjað til Landsréttar og segist Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, búast við úrskurði þaðan í dag eða á morgun.

Sigurður Kristinsson hefur verið í farbanni vegna Skáksambandsmálsins frá 20. apríl, en þar áður hafði hann verið í gæsluvarðhaldi í 12 vikur. Hann var handtekinn í janúar við komuna til landsins frá Spáni, þar sem hann var búsettur ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elviru Þorkelsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert