Árásin tilefnislaus og hrottafengin

Héraðsdómur Reykjaviíkur dæmdi Dag í 17 ára fangelsi í dag.
Héraðsdómur Reykjaviíkur dæmdi Dag í 17 ára fangelsi í dag. mbl.is/Ófeigur

Árás Dags Hoe Sigurjónssonar á þá Kelvis Sula og Elio Hasani aðfaranótt 3. desember var tilefnislaus og hrottafengin. Þetta kemur fram í dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og segir að ákærði eigi sér engar málsbætur.

„Ákærði er dæmdur fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Að þessu virtu þykir refsing hans hæfilega ákvörðuð fangelsi í 17 ár.“

Í dómnum er því lýst að samkvæmt vitnum mun ákærði hafa setið á bekk á Austurvelli og veifað hníf þegar mennirnir tveir komu að honum. Skömmu síðar hafi átök hafist með mönnunum þremur sem stóðu í nokkurn tíma.

Sula hlaut skurðsár vinstra megin á brjóstkassa sem fór inn í hjartað, á hægri miðju brjóstkassa að aftanverðu, á svæði hægra herðablaðs, á hægri öxl, í vinstri lófa, rispur á miðnes og rétt fyrir ofan vinstri kinn, skrámur við hlið vinstri augabrúnar, neðan við hliðarhorn vinstra auga, ofan við vinstri mjaðmakamb, á hægri framhandlegg, við vinstri olnboga og framan á hægri fótlegg, gat á vinstra lunga og lét A lífið af sárum sínum fimm dögum síðar.

Hasani hlaut skurðsár efst á bak vinstra megin, utanvert á vinstri öxl, aftan til á vinstri upphandlegg og á vinstri kálfa sem náði ofan í slagæð og olli slagæðarblæðingu.

Saksóknari krafðist 18 ára fangelsis yfir ákærða, en ákærði neitaði sök og bar við minnisleysi.

Dagur Hoe Sigurjónsson.
Dagur Hoe Sigurjónsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert