Reiðhjól landsliðsmanna seld á uppboði eftir HM

Alfreð Finnbogason, Sverrir Ingi Ingason og Jón Daði Böðvarsson hjóla …
Alfreð Finnbogason, Sverrir Ingi Ingason og Jón Daði Böðvarsson hjóla á frjálsum degi á HM. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Hugmyndin er sú að hjólin verði sett á uppboð eftir HM og ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála,“ segir Valur Rafn Valgeirsson, markaðsstjóri reiðhjólaverslunarinnar Tri, um reiðhjólin sem íslensku landsliðsmennirnir hafa notað á HM í Rússlandi.

Tri útvegaði landsliðsmönnunum 31 reiðhjól og jafnmarga hjálma, en verkefnið er samvinnuverkefni verslunarinnar og KSÍ. Hjólin eru flest merkt með nöfnum leikmanna og sniðin að stærð þeirra, en þegar þátttöku Íslands í mótinu lýkur verða hjólin flutt heim.

„Við flytjum þetta hingað heim þegar mótið er búið og þá verða þau strax sett á uppboð. Strákarnir fá síðan að velja í hvaða málefni peningarnir verða settir,“ segir Valgeir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert