Umsvif upp á 23 milljarða

Stæður af plönkum bíða þess að verða fluttar með lestarvögnum. …
Stæður af plönkum bíða þess að verða fluttar með lestarvögnum. Stór hluti fer til Lettlands. mbl.is/Baldur

Áætlað er að félög tengd Norvik í timburvinnslu muni velta um 23 milljörðum króna í ár. Það yrði um 10% aukning milli ára. Umsvif Norvik í timbri hafa aldrei verið meiri síðan félagið hóf timburvinnslu í Lettlandi árið 1993.

Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og stjórnarformaður Norvik, segir Indlandsmarkað vera að opnast fyrir Norvik. „Ég tel að Indland sé á uppleið eins og Kína fyrir 10 til 15 árum. Við höfum fengið margar fyrirspurnir þaðan,“ segir Jón Helgi í umfjöllun um fyrirtæki hans í Morgunblaðinu í dag.

Verð á timbri hefur farið hækkandi. Jón Helgi segir sölu Norvik takmarkast af framboði. Með meira hráefni gæti félagið selt meira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert