Atvinnulausum útlendingum fjölgar

Atvinnuleysi í röðum útlendinga fer vaxandi.
Atvinnuleysi í röðum útlendinga fer vaxandi. mbl.is/Golli

Um 2.400 manns störfuðu hjá starfsmannaleigum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er fjölgun um 40% frá síðasta ári og um fimmföld fjölgun frá árinu 2016.

Atvinnulausum erlendum ríkisborgurum hefur einnig fjölgað úr 963 í 1.396 milli ára. Þetta er hæsta atvinnuleysistíðni í þessum hópi frá byrjun ársins 2014.

Vinnumálastofnun gaf út 119 atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli árið 2016 og Gísli Davíð Kristjánsson, sérfræðingur hennar, segir skort vera á starfsmönnum á Íslandi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert