Líf og fjör í Hljómskálagarðinum

Fjöldi fólks er samankominn í Hljómskálagarðinum til að fylgjast með …
Fjöldi fólks er samankominn í Hljómskálagarðinum til að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu. mbl.is/Valgarður Gíslason

Það viðrar ágætlega til fótboltaáhorfs og stuðningsmenn Íslands hafa fjölmennt í Hljómskólagarðinn til að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu á HM í fótbolta. 

Blátt haf hefur myndast í Hljómskálagarðinum.
Blátt haf hefur myndast í Hljómskálagarðinum. mbl.is/Valgarður Gíslason

Þetta er annar leikur Íslands í D-riðli og með sigri getur Ísland komið sér í lykilstöðu í riðlinum fyrir lokaleikinn gegn Króötum á þriðjudag, en Króatar tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitunum með 3:0 sigri á Argentínu í gær. 

Staðan er 0:0 í hálfleik og ljóst að skemmtunin, og ekki síst spennan, heldur áfram í síðari hálfleik. Hér má fylgjast með beinni textalýsingu. 

Ljósmyndari mbl.is er á staðnum og fangar stemninguna. 

Áfram Ísland!
Áfram Ísland! mbl.is/Valgarður Gíslason
Sumir voru sniðugari en aðrir og tóku með sér tjaldstóla …
Sumir voru sniðugari en aðrir og tóku með sér tjaldstóla og komu sér fyrir á fremsta bekk. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert