Skór frá Íslandi komnir til Nígeríu

Hressir og sprækir krakkar í SOS Barnaþorpinu Gwagwalada í Abuja, …
Hressir og sprækir krakkar í SOS Barnaþorpinu Gwagwalada í Abuja, höfuðborg Nígeríu, í vel með förnum skópörum frá Íslendingum, degi fyrir leikinn gegn Íslandi á HM2018. Mynd/SOS Barnaþorpin

Um 500 skópör ganga í endurnýjun lífdaga

Þau voru alsæl börnin og ungmennin sem fengu í gær afhenta að gjöf íþróttaskó frá Íslandi í SOS Barnaþorpinu Gwagwalada í Abuja, höfuðborg Nígeríu, daginn áður en Ísland og Nígería mætast á HM í fótbolta Þetta var fyrsta afhending eftir skósöfnun sem fram fór við Rauðavatn 2. júní sl. Þá söfnuðust yfir 500 pör af íþróttaskóm, eða tæp 200 kíló af skóm, í tengslum við góðgerðar- og fjölskylduhlaupið Skór til Afríku sem miðlar Árvakurs, K100, Mbl.is og Morgunblaðið stóðu fyrir í samstarfi við SOS Barnaþorpin og DHL á Íslandi.

HM tenging við Nígeríu  

“Við erum gríðarlega ánægð með að afhendingin hafi náðst í tæka tíð og að við höfum skapað stemningu í báðum löndum í tengslum við þennan leik,” segir Hans Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Ákveðið var að safna skónum fyrir SOS Barnaþorpin í Nígeríu af því þjóðirnar eru saman í riðli á HM í Rússlandi. Fjögur SOS Barnaþorp eru í Nígeríu og þar munu skórnir koma að góðum notum.

60% íbúa undir fátæktarmörkum

Gríðarleg fátækt er í Nígeríu þar sem 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Eins og þessar myndir bera vott um er mikil ánægja með skóna enda eru börnin í Nígeríu með sömu drauma um íþróttaiðkun og önnur börn. 320 börn og ungmenni eru í 46 SOS fjölskyldum í þessum þorpum en miklu fleiri njóta aðstoðar samtakanna í gegnum sérstaka SOS fjölskyldueflingu.

Aðstandendur hlaupsins vilja þakka þeim sem tóku þátt. “Við erum fyrst og fremst þakklát þeim sem komu og tóku þátt og lögðu söfnuninni lið. Einnig erum við að hafa gaman af því að ná afhendingunni fyrir leikinn líkt og við lögðum upp með. Nú höldum við bara áfram að telja niður í leik og vonandi leiki,” segir Hulda Bjarnadóttir sem fór fyrir verkefninu fyrir hönd Árvakurs.

Facebook síðu verkefnisins má nálgast hér. 

Hér er verið að deila út skópörum frá Íslandi sem …
Hér er verið að deila út skópörum frá Íslandi sem söfnuðust í góðgerðar- og fjölskylduhlaupinu Skórt til Afríku. Mynd/SOS Barnaþorpin
Elísa Reid, einn velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi hér ásamt …
Elísa Reid, einn velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi hér ásamt sonum sínum eftir að þau komu í mark. Duncan Guðnason, hér til hægri kom fyrstur í mark og ljóst að allir eru í ágætis formi á Bessastöðum. Mynd/K100
Mynd/SOS Barnaþorp
Mynd/SOS Barnaþorp
Mynd/K100
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert