Guðni er álitinn höfðingi í Nígeríu

Guðni ásamt vinum og vandamönnum í Rússlandi en hann fylgdist …
Guðni ásamt vinum og vandamönnum í Rússlandi en hann fylgdist með leik Íslands og Nígeríu í gær. Guðni þekkir vel til í Nígeríu.

„Nígería er stórkostlegt land með alveg ótrúlega mörg tækifæri,“ segir Guðni Albert Einarsson, forstjóri Klofnings, sem undanfarin ár hefur átt í miklum viðskiptum í Nígeríu.

Fyrirtækið hefur stundað útflutning á þurrkuðum fiskhausum til Nígeríu í rúmlega 20 ár. Guðni er nú staddur í Rússlandi og var á leik Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í gær.

Spurður í Morgunblaðinu í dag hvort hann hafi þekkt marga Nígeríumenn á leiknum í gær kveður Guðni já við. „Það eru auðvitað mjög margir Nígeríumenn hérna í Rússlandi í tengslum við mótið. Það var einn viðskiptavinur á leiknum í gær sem ég kannast ágætlega við,“ segir Guðni sem þekkir vel til í Nígeríu eftir viðskipti sín þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert