Slá þrjár flugur í einu höggi

Hér heldur parið á meistararitgerðum sínum í siðfræði sem þau …
Hér heldur parið á meistararitgerðum sínum í siðfræði sem þau vörðu, hvort í sínu lagi, nýverið. Þau munu ekki verða viðstödd útskrift sína við Háskóla Íslands enda önnum kafin við að gifta sig og fagna því.

Þau Þorbjörg Sandra Bakke og Fannar Ásgrímsson halda þrefalda veislu í dag. Tilefnin eru öll af stærri gerðinni en bæði Þorbjörg og Fannar útskrifast úr Háskóla Íslands í dag en verða ekki viðstödd útskriftarathöfnina þar sem þau ætla einnig að ganga í það heilaga í dag.

Aðspurð segir Þorbjörg að það hafi ekki verið ætlunin að gifta sig á útskriftardaginn. „Við vorum ekki meðvituð um þetta til að byrja með. Við erum búin að taka námið rólega með fram vinnu og barneignum en fundum bæði á okkur í janúar að það væri kominn tími á að klára það svo við lögðumst í ritgerðarskrif. Síðan áttuðum við okkur skyndilega á því að útskriftin væri á brúðkaupsdaginn,“ segir hún.

Þorbjörg kveðst ekki vonsvikin yfir því að þau muni missa af útskriftarathöfninni. „Það var bara mjög mikil hvatning til að klára ritgerðirnar tímanlega. Við hefðum líklega ekki haldið útskriftarveislur hvort sem er svo við getum í staðinn haldið upp á þrefalt tilefni í einni veislu.“

Sjá samtal við Þorbjörgu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert