Ræst út í WOW Cyclothon í dag og á morgun

Kátir keppendur í WOW hjólreiðakeppninni í Eyjafirði.
Kátir keppendur í WOW hjólreiðakeppninni í Eyjafirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Í dag og á morgun leggja hjólreiðakappar út í stærstu götuhjólreiðakeppni á Íslandi, WOW Cyclothon, sem haldin hefur verið árlega frá árinu 2012, og verður ræst klukkan þrjú í dag og sex og sjö á morgun.

Um er að ræða ræsingar fjögurra flokka sem taka þátt í hjólreiðakeppninni og munu hjóla hringinn um landið.

„Í ræsingunni í dag leggja keppendur í einstaklingsflokki af stað og Hjólakraftsflokkurinn, sem er félag fyrir börn og unglinga,“ segir Sverrir Falur Björnsson, upplýsingafulltrúi WOW Air, sem stendur fyrir keppninni. „Síðan á morgun verða A-flokkur og B-flokkur, sem eru fjögurra og tíu manna lið, ræstir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert