Þrír ökumenn í vímu

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Einn þeirra er einnig grunaður um þjófnað ásamt farþega í bíl hans. Þeir voru báðir látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

Lögreglan stöðvaði för ökumanns á vespu um átta í gærkvöldi en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn er einnig sviptur ökuréttindum. 

Um klukkan 21 var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökuréttindi hans reyndust ekki í gildi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert