Tveggja stafa hitatölur á morgun

Veðrið á landinu á hádegi á morgun.
Veðrið á landinu á hádegi á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Það eru litlar breytingar í veðrinu næsta sólarhringinn en spár gera ráð fyrir hægri suðlægri eða breytilegri átt á landinu næsta sólarhringinn. Búast má við þokulofti sums staðar suðvestantil og við austurströndina, en annars skýjað með köflum.

Á morgun gengur í suðaustanátt, 5-13 metra á sekúndu, með dálítilli rigningu. Þá hvessir á  norðanverðu Snæfellsnesi en heldur hægari vindur verður um landið norðaustanvert og bjartviðri.

Hiti á morgun verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert