Níu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur

Alls voru níu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á …
Alls voru níu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Vestfjörðum síðastliðna viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru níu ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Vestfjörðum síðastliðna viku. Þá var tilkynnt um fjögur umferðaslys ásamt því sem einn ökumaður var kærður fyrir ölvun við akstur. Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á Vestfjörðum í dag. 

Flestir þeirra ökumanna sem teknir voru fyrir of hraðan akstur sem og sá sem tekinn var fyrir ölvunarakstur voru stöðvaðir í Strandasýslu. Þá gisti einn aðili fangageymslur lögreglunnar á Patreksfirði aðfaranótt sunnudags auk þess sem skráningarnúmer voru tekin af sex ökutækjum. Skemmtanahald gekk almennt vel fyrir sig í umdæminu að sögn lögreglu.

Í færslu sinni áminnir lögregla einnig sauðfjáreigendur um að reyna með öllum ráðum að tryggja að fé sé ekki við eða á vegum og biðlar til ökumanna að vera á varðbergi gagnvart þessu. Nokkuð hefur verið um að ekið hafi verið á sauðfé í umdæminu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert