Féll við Háafoss

Háifoss í Þjórsárdal.
Háifoss í Þjórsárdal. mbl.is/Árni Sæberg

Björgunar- og sjúkraflutningamenn eru á leið að Háafossi í Þjórsárdal en tilkynnt var um mann sem hrasaði og féll við fossinn á öðrum tímanum í dag. 

Maðurinn, sem var á ferð með gönguhópi, er eitthvað slasaður en ekki er vitað hversu alvarlega.

Hinn maðurinn er við Bröttubrekku og er með mikla verki og getur ekki gengið sjálfur. Hópar frá björgunarsveitum á Vesturlandi eru á leiðinni til mannsins.

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru einnig kallaðar út vegna skriðunnar sem féll í Hítardal á Mýrum. Viðbragðsaðilar eru að meta ástandið á svæðinu og eru hópar björgunarsveitafólks á leiðinni á vettvang til að tryggja öryggi og aðstoða við lokanir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert