Eftirför í miðborg Reykjavíkur

Lögreglan veitti bílnum eftirför víða um miðborgina. Myndin er úr …
Lögreglan veitti bílnum eftirför víða um miðborgina. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert

Er lögreglumenn reyndu að stöðva bifreið á Sæbrautinni í Reykjavík um klukkan 1 í nótt jók ökumaðurinn hraðann og upphófst eftirför víða um miðborgina. 

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ökumaðurinn hafi m.a. ekið á móti umferð, gegn rauðu ljósi og á gangstéttum.

Eftirförinni lauk loks við Öldugötu þar sem ökumaðurinn ók á aðra bíla. Ökumaðurinn sem og farþegi sem var með honum í bílnum eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna auk fleiri brota.

Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu lögreglu. Áður en að því kom þurfti að flytja ökumanninn á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert