Flestar umsóknir frá Filippseyjum

Útlendingastofnun.
Útlendingastofnun. mbl.is/Hari

Filippseyingar eru langflestir þeirra sem sóttu um dvalarleyfi á Íslandi á öðrum ársfjórðungi 2018. Alls sóttu 357 Filippseyingar um dvalarleyfi hér á landi á tímabilinu. Bandaríkjamenn koma þar á eftir en alls sóttu 275 Bandaríkjamenn um dvalarleyfi á sama tímabili.

Útlendingastofnun tók alls við 1.824 umsóknum á tímabilinu og þar af voru gefin út 1.141 dvalarleyfi og var 129 umsækjendum synjað. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir að Filippseyingar hafi lengi verið stór hluti þeirri sem sækja um dvalarleyfi hér á landi en hins vegar hafi umsóknum fjölgað á síðustu misserum. Langflest útgefin leyfi Útlendingastofnunar á fyrsta og öðrum ársfjórðungi ársins 2018 voru aðstandendaleyfi, eða um 890 í heildina. Þar á eftir koma atvinnuleyfi en alls hafa 523 fengið atvinnuleyfi það sem af er ári. Þórhildur segir þjóðernin dreifast ágætlega á tegundir leyfa fyrir utan þá sem sem sækja um námsmannaleyfi, en þar eru Bandaríkjamenn fjölmennastir.

Fleiri Írakar sækja um vernd

Umsóknum Albana um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fækkað og á árinu hafa flestir þeirra, sem um slíka vernd hafa sótt, verið frá Írak. Alls hafa 68 Írakar sótt um vernd á árinu, þar af 25 í júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert