Litagleði á setningu Símamóts

Um 2.000 stúlkur af öllu landinu taka þátt í Símamótinu.
Um 2.000 stúlkur af öllu landinu taka þátt í Símamótinu. mbl.is/​Hari

Símamótið var sett við hátíðlega athöfn nú í kvöld, en um 2.000 keppendur taka þátt í þessu stærsta fótboltamóti landsins. Knattspyrnustúlkur alls staðar að á landinu munu etja kappi á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogsdalnum um helgina.

Spenntar fyrir móti helgarinnar.
Spenntar fyrir móti helgarinnar. mbl.is/​Hari

Símamótið var fyrst haldið árið 1985 og er mótið í ár því það 33. í röðinni. Stúlkur í 5. , 6. og 7. flokki, og aðstandendur þeirra, skemmtu sér stórkostlega í skrúðgöngu fyrir setningu mótsins eins og sjá má á myndum frá ljósmyndara mbl.is sem var á staðnum.

Ljóst er að skærustu knattspyrnustjörnur framtíðarinnar eru saman komnar í Kópavogi um helgina, en flestar landsliðskonur okkar Íslendinga hafa einmitt byrjað sinn frækna feril á Símamótinu.

Símamótið er stærsta knattspyrnumót landsins.
Símamótið er stærsta knattspyrnumót landsins. mbl.is/​Hari
Litagleði.
Litagleði. mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert