Áfram vætusamt víða um land

Von er á enn einni vætusamri helgi á suðvestur-horninu og …
Von er á enn einni vætusamri helgi á suðvestur-horninu og reyndar víða um land að þessu sinni. mbl.is/Hari

Það hefur rignt allhressilega um allt land í dag og mældist mesta úrkoma á landinu í dag 26,5 mm við Kvísker í Öræfum. 

Í nótt er von á austlægri eða breytilegri átt, 3-10 metrum á sekúndu og áfram verður talsverð rigning víða um land. Seinna í nótt snýr í vestlægari átt og þá dregur úr úrkomu.

Á morgun léttir smám saman til norðaustanlands, en stöku skúrir verða á Suður- og Vesturlandi. Það gengur í austan og norðaustan með 8-15 metrum á sekúndu seint annað kvöld og fer að rigna syðra, hvassast við fjöll.

Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert