Hæsti hiti ársins í Reykjavík

Ástæðan er ekki glampandi sól, eins og sjá má þegar …
Ástæðan er ekki glampandi sól, eins og sjá má þegar litið er til himins. mbl.is/Hari

Hitinn í Reykjavík mældist klukkan átta í morgun 14,2 gráður. Um er að ræða hæsta hita ársins í höfuðborginni, en áður hafði hann hæstur orðið 13,4 stig.

Á þetta bendir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni. Segir hann ástæðuna ekki glampandi sól, enda sé jafnalskýjað og aðra daga þetta sumarið.

„Málið er að loftið er hlýrra, langt að komið með gamla fellibylnum Chris, en ekki síður að andvarinn er austlægur og loftið kemur því ekki beint af svölu hafinu,“ skrifar Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert