Handteknir grunaðir um þjófnað

Að minnsta kosti fjórtán ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og …
Að minnsta kosti fjórtán ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt. mbl.is/Eggert

Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan 19 í gærkvöldi. Eru mennirnir grunaðir um þjófnað úr verslunum og hafa verið vistaðir í fangageymslu lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Að minnsta kosti fjórtán ökumenn voru þá stöðvaðir við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Nokkrir farþeganna og ökumenn bifreiðanna eru sömuleiðis grunaðir um vörslu vímuefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert