Eru ekki að gefast upp

Boðað hefur verið til mótmælafundar á Austurvelli klukkan 15 í …
Boðað hefur verið til mótmælafundar á Austurvelli klukkan 15 í dag vegna kjaradeilunnar. mbl.is/Hari

„Við erum ekkert að gefast upp í baráttunni. Við erum eins og kona í fæðingu þegar barnið er alveg að koma – fáum einhvern aukakraft. Þannig er hljóðið í okkur núna,“ segir Hallfríður Kristín Jónsdóttir ljósmóðir, sem jafnframt er reið og svekkt og finnst ljósmæður dregnar á asnaeyrunum. Hún segist hafa þá tilfinningu að ekki eigi að semja við ljósmæður heldur útrýma félaginu.

„Katrín og Svandís hafi talað við ljósmæður en það hafi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ekki gert og sent frá sér misvísandi skilaboð um að samninganefndin hafi fullt umboð til að semja á meðan formaður nefndarinnar segir þeim þröngur stakkur búinn,“ segir Hallfríður.

„Ég upplifi sorg yfir því hvernig komið er fyrir barneignarþjónustu í dag. Við erum að semja fyrir framtíðarbarneignarþjónustu. Eins og er fáum við ekki ljósmæður til vinnu og ég er hrædd um að aðsókn verði lítil í ljósmæðranám,“ segir Árný Anna Svavarsdóttir ljósmóðir, sem segir að það sé raunhæfur möguleiki á því að eitthvað fari úrskeiðis þegar mjög undirmannað er á deild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert