Kartöflurnar á Suðurlandi drukknuðu

„Við vorum komnir af stað um miðjan júlí með Premier, en það er um vika síðan við settum Gullauga á markaðinn – sem er mjög góð sumarkartafla,“ segir Hjalti Egilsson á Seljavöllum í Hornafirði, en rauðar kartöflur komu um tíu dögum síðar og síðast Helga, sem er meiri vetrarkartafla.

„Tíðarfarið hefur verið alveg þokkalegt, samt frekar erfitt vor út af kulda, en svo hefur verið ágætt hérna hjá okkur í sumar,“ segir Hjalti, sem segir að uppskeran líti mjög vel út núna og hann voni að það gangi sem allra best hjá öllum kartöfluræktendum.

„Þessar miklu rigningar hafa valdið skemmdum sums staðar í görðunum. Sumar kartöflurnar hreinlega drukknuðu,“ segir Sigurbjartur Pálsson á Skarði á Hellu og bendir á að sunnlenskum kartöflum seinki aðeins í ár. Tíðin hafi verið ótrúlega slæm fyrir kartöflurækt á Suðurlandi í sumar. „Svo er líka búið að vera svo kalt þar til núna og þá gerist mjög lítið. En við bindum vonir við að rætist úr veðri nú í ágúst.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert