Bræðurnir í biskupsdæmunum

Ungir efnilegir tónlistarbræður nýttu alltaf stofupíanóið til hins ýtrasta.
Ungir efnilegir tónlistarbræður nýttu alltaf stofupíanóið til hins ýtrasta. Ljósmynd/Aðsend

Bræðurnir Jóhann og Jón Bjarnasynir hafa verið baðaðir í kirkju- og kóratónlist frá blautu barnsbeini og lærðu báðir á píanó í Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu, voru í Mótettukór Hallgrímskirkju og lærðu síðar á orgel við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Í dag eru þeir báðir starfandi organistar, hvor við sinn biskupsstólinn, Jón í Skálholti og Jóhann við Hóladómkirkju.

„Um leið og Jón gat teygt sig upp í hljómborðið þá byrjaði hann að spila laglínuna með mér á meðan ég var að æfa. Það liggur við að hann hafi byrjað að spila áður en hann byrjaði að tala. Hann lærði bara með móðurmjólkinni nánast,“ segir Jóhann kíminn um litla bróður sinn en níu ár eru á milli bræðranna.

„Mamma og pabbi voru bæði í kirkjukórnum svo maður er alinn upp við að fara í allar messur sem voru í boði. Við vorum sjaldan skilin eftir heima. Svo byrjaði ég sjálfur í kirkjukórnum skömmu eftir fermingu svo maður er meira og minna tengdur þessu öllu saman,“ segir Jóhann.

Sjá viðtal við Jón og Jóhann í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert