Sigtryggur aðstoðar Sigurð Inga

Sigtryggur Magnason.
Sigtryggur Magnason. Ljósmynd/Hallmar Freyr

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ráðið Sigtrygg Magnason sem nýjan aðstoðarmann sinn. Kemur hann í stað Ágústs Bjarna Garðarssonar sem hverfur frá störfum.

Sigtryggur hefur starfað á vettvangi auglýsingastofunnar Hvíta hússins og þar áður hjá Íslensku auglýsingastofunni. Hann var aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á árunum 2009-2010.

Þá hefur hann verið ritstjóri dægurmálaútvarps Rásar 2, umsjónarmaður helgarblaðs DV, ritstjóri Sirkuss Reykjavík og skrifað pistla í Morgunblaðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert