Slysum fjölgaði um 124%

Lögreglan segir að ekkert orsakasamhengi sé milli lítils eða mikils …
Lögreglan segir að ekkert orsakasamhengi sé milli lítils eða mikils eftirlits lögreglu og talna um slysafjölda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ófremdarástand horfir við vegna stórfjölgunar slysa af völdum fíkniefnaaksturs. Þetta segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, en ef fram fer sem horfir gæti fjöldi alvarlega slasaðra eða látinna orðið nærri tuttugu áður en árið er úti.

Alls slösuðust 47 vegna fíkniefnaaksturs á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Fjölgunin frá sama tímabili á síðasta ári nemur 124%, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, andmælir því sem fram kom í máli Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við HÍ og afbrotafræðings, í gær, að tölur um aukinn akstur undir áhrifum vímuefna kunni að helgast af auknu eftirliti lögreglu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert