Rán í verslun í Breiðholti

mbl.is/Hjörtur

Rán var framið í verslun í Breiðholti á ellefta tímanum í gærkvöldi. Tveir menn komu inn í verslunina og ógnuðu starfsmönnum. Þeim tókst að ræna peningunum og yfirgáfu verslunina á bifreið sem lögregla stöðvaði síðar á Suðurnesjum.

Mennirnir eru vistaðir í fangageymslu lögreglu á meðan rannsókn málsins stendur yfir en þeir eru einnig grunaðir um nytjastuld bifreiðar.

Þá barst lögreglu tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við Fífulind um klukkan tvö í nótt. Þar var á ferðinni maður með vasaljós að skoða hjól. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar á bifreið með röng skráningarmerki.

Hann er grunaður um nytjastuld bifreiðar, akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna, brot á vopnalögum og skjalafals.  Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert