Fleyttu kertum á Reykjavíkurtjörn

Frá athöfninni í kvöld.
Frá athöfninni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Góð mæting var á hina árlegu kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í kvöld sem var haldin til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasaki árið 1945.

Ingibjörg Haraldsdóttir, einn af skipuleggjendunum, sagðist í samtali við mbl.is skömmu fyrir kertafleytinguna búast við fjölda fólks, enda var veðrið sérlega gott í kvöld.

Stutt dagskrá var á undan fleytingunni þar sem Hjörtur Pálsson las ljóð sitt Klukkurnar í Nagasaki og Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi og í Noregi, flutti ávarp. Fundarstjóri var Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Með athöfninni, sem hefur verið haldin hérlendis frá árinu 1985, er jafnframt minnt á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Vopn þessi eru enn í dag einhver mesta ógnin við tilvist mannkyns og óhemjufjármunum er varið í áframhaldandi þróun þeirra,“ segir í tilkynningu frá samstarfshópi friðarhreyfinga sem hafði veg og vanda af kertafleytingunni.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Líkurnar á beitingu kjarnorkuvopna, hvort heldur er af slysni eða yfirlögðu ráði hafa sjaldan verið meiri. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur verið saminn sáttmáli um bann við kjarnorkuvopnum og hvetja íslenskir friðarsinnar stjórnvöld til þess að undirrita og staðfesta þann samning.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert